Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans fer í vikulegum pistli sínum yfir stöðu rekstrar spítalans, aðdraganda rekstarvanda og staðreyndir um fjármögnun hans. Leggur hann til að bæði þurfi að tryggja aukið rekstrarfé til spítalans sem og að fela öðrum aðilum þá þætti þjónustunnar sem ekki þarf að sinna á héraðs- og háskólasjúkrahúsi.
Þar segir hann að þrátt fyrir að rétt sé að fjármögnun til spítalans hafi verið bætt verulega frá árinu 2013, sé Landspítalinn enn að glíma við erfiðleika fortíðar, þar sem mikil innviða- og mönnunarskuld safnaðist upp við 23 prósent niðurskurð eftir fjármálahrunið 2008.
„Allir, hvaðan úr flokki sem þeir koma, keppast við að mæra mikilvægi og hlutverk spítalans og vart má á milli sjá hvort hljómar hærra, yfirlýsingar um hversu mikið fé hafi verið sett í spítalann fram að þessu og yfirlýsingar um það hversu miklu eigi nú að bæta við á næsta kjörtímabili,“ segir í pistli forstjórans.
Hann segir að frá árinu 2013 muni mest um svokallaða aukningu vegna lýðfræðilegra breytinga upp á 1,8% á ári, aukins framlags til viðhalds húsnæðis og tækjakaupa og uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítalans.
„Þrátt fyrir þetta þá glímir spítalinn enn við vanda fortíðar. Það vantar enn mikið upp á að fjármögnun spítalans sé í samræmi við verkefni. Þetta sést í mönnun sem er víða á spítalanum ófullnægjandi svo ógnar á stundum þjónustu spítalans, þetta sést í afar vanfjármagnaðri vísindastefnu spítalans og þetta sést í húsakosti sem víða er óviðunandi.“
Þó að margt standi til bóta hafi ekki verið verið hugað nægjanlega að er aukið rekstrarfé spítalans.