Viðreisn vill ekki framlengja „Allir vinna“ einn flokka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

Viðreisn er eini flokkurinn sem svaraði neitandi spurningu Samtaka iðnaðarins, á kosningafundi þeirra, hvort að þau vilja framlengja átakið „Allir vinna“.

Frá þessu er greint á vef SI.

Allir vinna er tímabundið átak stjórnvalda þar sem hægt er að fá 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.

Á kosningafundi samtakanna, sem fram fór í Hörpu á dögunum, var spurningakönnun lögð fyrir flokkana. 

Svör flokkanna við spurningakönnun SI. Spurningin um átakið „Allir vinna“ …
Svör flokkanna við spurningakönnun SI. Spurningin um átakið „Allir vinna“ var númer fjögur. Skjáskot af vef SI.

Fjórða spurningin var hvort að flokkarnir myndu vilja framlengja átakið „Allir vinna“. Varð Viðreisn eini flokkurinn sem svaraði því neitandi.

Samkvæmt vef SI mætti Daði Már Kristjánsson, varaformaður Viðreisnar, á fundinn fyrir hönd flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert