Hægt að kjafta sig úr skilyrði fyrir stjórnarskrá

 „Já, af því að þau settu það sem skilyrði að það yrði unnið með tillögur stjórnlagaráðs, þá er þetta orðið svolítið hár þröskuldur,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála, um skilyrði Pírata um upptöku nýju stjórnarskrárinnar fyrir þátttöku í stjórnarsamstarfi.

Gísli Freyr ræðir ásamt Ingu Auðbjörgu Straumland, formanni Siðmenntar og athafnastjóra, við Karítas Ríkharðsdóttur um loka­sprett­inn í kosn­inga­bar­átt­unni, formannap­all­borð Dag­mála og lands­lagið í stjórn­mál­um í Dag­mál­um.

„Ef þau hefðu gert það sem skilyrði að það yrðu gerðar breytingar á stjórnarskrá þá held ég að það hefði verið auðveldara að vinna með það, fyrir þau sjálf,“ bætir hann við. 

„Það er alveg hægt að kjafta sig út úr þessu. Ef ég væri kosningaráðgjafi Pírata þá væri hægt að leysa þetta einhvern veginn sko.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert