Ríkir eigi sér engan málsvara

„Það er auðvelt, fyrir til dæmis Samfylkinguna sem boðar stóreignarskatt, að tala um stóreignarskatt á hina ríku því að það eru fáir sem skilgreina sig sem ríka. Það eru mjög fáir ríkir á Íslandi, þannig séð. Það er fullt af fólki sem hefur það gott en það eru fáir sem eiga langt yfir 200 milljónir, svo að við tökum dæmi,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála. 

Gísli Freyr og Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og athafnastjóri, ræða við Karítas Ríkharðsdóttur um lokasprettinn í kosningabaráttunni, formannapallborð Dagmála og landslagið í stjórnmálum í Dagmálum. 

„Það er mjög auðvelt að slengja þessu fram, sá hópur á sér engan málsvara,“ bætir Gísli Freyr við. 

Inga segir sannarlega hafa verið reynt að verja hina ríku fyrir umræðunni um stóreignarskatta og að hin eilífa umræða um ekkjur í stórum einbýlishúsum eigi ekki við þá stóreignarskatta sem Samfylkingin hefur boðað í yfirstandandi kosningabaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert