Fylgst verður náið með alþingiskosningum á mbl.is í dag og fram á nótt.
Teymi fréttamanna og ljósmyndara verður á ferðinni á milli kjörstaða um daginn og kosningavaka um kvöldið til að fanga stemningu og viðbrögð við fyrstu tölum og úrslitum.
Fréttamenn munu svo fylgja talningu eftir inn í nóttina og fram á morgun sé þess þörf. Kafað verður ofan í gengi framboða, hvaða þingmenn eru inni og hverjir úti og mögulegt stjórnarsamstarf í kjölfar kosninga.
Kjörstöðum verður lokað klukkan 22 og fljótlega í kjölfarið má vænta fyrstu talna. Greint verður frá þeim á mbl.is um leið og þær berast, bæði í texta og í grafík.