„Á eitt skot í byssunni og ætla að nýta það vel“

Tómas Tómasson á kosningavöku Flokks fólksins.
Tómas Tómasson á kosningavöku Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög ánægjulegt en ég hef nú haft það fyrir reglu að ráðast ekki af ráðum fram heldur njóta þess meðan er og sjá hvað skeður,“ segir Tómas A. Tómasson, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður.

„Það er mjög spennandi að vera nýr á þingi, ég hef alltaf sagt það að ég er orðinn 72 ára gamall og á eitt skot í byssunni og ég ætla að nýta það vel.“

„Ef af verður er þetta ný atvinnugrein fyrir mig, ég er búinn að vera að steikja borgara í fjörutíu og eitthvað ár.

Tómas segist þó ekki finna fyrir neinu stressi heldur sé hann búinn að vera nokkuð rólegur það sem af er kvöldi. „Ég treysti á æðri mátt, að hann sjái um að þetta verði eins og á að vera og gefi okkur kraft til að taka því sem skeður.“

Frá kosningavöku Flokks fólksins. Lóa fyrir miðju.
Frá kosningavöku Flokks fólksins. Lóa fyrir miðju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var ekki ímyndun

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist vera í skýjunum eftir nýjustu tölur úr Suðurkjördæmi.

„Ég náttúrulega er alveg ótrúlega ánægð, ég er bara í skýjunum það er ekki hægt að segja neitt annað.“

Ásthildur segir að það leggist vel í hana að vera ný á þing. „Ég var farin að venjast tilhugsuninni eftir að kannanir hafa sýnt mig inni hingað til, þannig ég er tilbúin að takast á við það.“

„Ég er ekkert stressuð, ég er ekkert búin að vera stressuð. Ég hef fundið fyrir svo ofboðslegum meðbyr á undanförnum vikum og ég er í rauninni bara svo ánægð með að finna að það var ekki ímyndun hjá mér heldur var þetta raunverulegt.“

Kosningavaka Flokks fólksins.
Kosningavaka Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert