Inga kveður engan en Sigmundur flesta

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sést hér veifa, sem er …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sést hér veifa, sem er viðeigandi þar sem hún heilsar fjórum nýjum þingmönnum. Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, þarf aftur á móti að sjá að baki nokkrum flokksbræðrum sínum af Alþingi. Samsett mynd/Unnur Karen

Á þriðja tug þing­manna kveðja Alþingi, ým­ist fús­ir eða til­neydd­ir, í kjöl­far kosn­inga til Alþing­is sem fram fóru í gær. Flest­ir þing­mann­anna, eða sex, eru úr Miðflokkn­um, en Flokk­ur fólks­ins kveður ekki einn ein­asta þing­mann þar sem þing­menn flokks­ins, sem voru tveir, halda báðir sæt­um sín­um.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir kveður sviðið en hún var í öðru sæti á fram­boðslista Vinstri grænna í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Lilja Raf­ney hef­ur setið á þingi fyr­ir Vinstri græn frá ár­inu 2009. Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son í Vinstri græn­um dett­ur einnig af þingi en hann var í þriðja sæti á lista flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. 

Lilja Rafney Magnúsdóttir er á förum.
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir er á för­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, flokks­bróðir Lilju og Ólafs, yf­ir­gef­ur Alþingi af fús­um og frjáls­um vilja, enda var hann ekki í fram­boði, en hann er reynslu­mesti þingmaður­inn sem kveður. Hann hafði setið á Alþingi frá ár­inu 1983.

Ari Trausti Guðmunds­son og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé kveðja einnig sviðið en þeir voru ekki of­ar­lega á lista Vinstri grænna og því var útséð að þeir myndu ekki halda áfram þing­störf­um. 

Brynjar Níelsson hefur verið áberandi karakter á Alþingi síðustu ár.
Brynj­ar Ní­els­son hef­ur verið áber­andi karakt­er á Alþingi síðustu ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Brynj­ar Ní­els­son stimpl­ar sig út

Brynj­ar Ní­els­son, sem hef­ur setið sem þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins frá ár­inu 2013, fer nú af Alþingi en hann var í fram­boði til Alþing­is í ár og var í þriðja sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. Brynj­ar kallaði eft­ir því á Face­book í gær að stuðnings­menn hans mættu á kjörstað, enda hafði því verið spáð að hann myndi falla af þingi. Hann hafði þó áður sagst kveðja stjórn­mál­in sátt­ur.

Fleiri þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins sem lands­menn munu ekki sjá á Alþingi á kjör­tíma­bil­inu eru Sig­ríður Á. And­er­sen, Páll Magnús­son og Kristján Þór Júlí­us­son. Ekk­ert þeirra var þó í fram­boði svo útséð var með það að kjör­tíma­bilið sem nú er liðið yrði þeirra síðasta, í bili að minnsta kosti.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kveður sviðið.
Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar, kveður sviðið.

Jón Stein­dór náði ekki inn

Jón Stein­dór Valdi­mars­son sat á þingi fyr­ir Viðreisn fram að þess­um kosn­ing­um en hann dett­ur nú út af þingi. Jón Stein­dór bauð sig fram í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og var þar í öðru sæti á lista.

Anna Kolbrún Árnadóttir er á útleið.
Anna Kol­brún Árna­dótt­ir er á út­leið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Anna Kol­brún kveður ásamt Bergþóri og Sig­urði

Af Miðflokkn­um er það að frétta að Anna Kol­brún Árna­dótt­ir sem sat á þingi fyr­ir flokk­inn náði ekki inn á þing að nýju þrátt fyr­ir að vera í öðru sæti á lista flokks­ins í norðaust­ur­kjör­dæmi. Hið sama má segja um alþing­is­menn­ina, nú fyrr­ver­andi, Bergþór Ólason og Sig­urð Pál Jóns­son en þeir voru báðir í fram­boði fyr­ir Miðflokk­inn. Þor­steinn Sæ­munds­son og Ólaf­ur Ísleifs­son úr Miðflokkn­um munu að auki ekki taka sæti á þingi en þeir voru ekki í fram­boði. Gunn­ar Bragi Sveins­son var vissu­lega í fram­boði en þó í heiðurs­sæti svo það leit aldrei út fyr­ir að hann myndi ná á þing, enda sagðist hann í vor ekki ætla að bjóða sig aft­ur fram. 

Guðmundur Andri Thorsson var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar …
Guðmund­ur Andri Thors­son var í öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi en náði ekki inn á þing. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðmund­ur Andri náði ekki í þing­sætið að nýju

Þrír þing­menn Pírata munu ekki sitja á næsta kjör­tíma­bili, þeir Smári Mccart­hy, Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Jón Þór Ólafs­son en eng­inn þeirra gaf kost á sér í þess­um kosn­ing­um.

Guðmund­ur Andri Thors­son Sam­fylk­ing­armaður náði ekki inn á þing en hann var í öðru sæti á lista flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Hann hafði setið á þingi fyr­ir flokk­inn frá ár­inu 2017. Guðjón S. Brjáns­son og Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son hjá Sam­fylk­ing­unni detta út af þingi en eng­inn þeirra var of­ar­lega á lista hjá flokkn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert