Vinnubrögð við talningu „algjörlega óásættanleg“

Magnús segir kjörgögn hafi ekki verið innsigluð eftir lok talningarinnar …
Magnús segir kjörgögn hafi ekki verið innsigluð eftir lok talningarinnar í morgun heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi í opnum sal.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi segir alvarlega ágalla hafa verið á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en endurtalningin varð til mikilla hræringa á þingsætum.

Magnús segir kjörgögn hafi ekki verið innsigluð eftir lok talningarinnar í morgun heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi í opnum sal. Varsla og eftirlit fram að endurtalningar liggi ekki fyrir. Þá hafi mátt sjá gesti á hótelinu þegar endurtalning fór fram.

Trúverðugleiki talningarinnar sé farinn

„Svona vinnubrögð í lýðræðislegu ferli kosninga og talningar eru algjörlega óásættanleg,“ segir Magnús. Trúverðugleiki talningarinnar í Norðvesturkjördæmi sé farin og þar með kosninganna sjálfra að hans dómi.

Magnús segir að hann hafi fyrst vitað af endurtalningunni í fjölmiðlum. „[Ég] óskaði strax eftir því að talningu yrði frestað þangað til við kæmum á staðinn. Formaður kjörstjórnar varð ekki við þeirri kröfu og var endurtalning hafin þegar ég kom á staðinn síðdegis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert