Áskilja sér nokkra daga

Bjarni Benediktsson eftir fund með Katrínu og Sigurði Inga.
Bjarni Benediktsson eftir fund með Katrínu og Sigurði Inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og fjármálaráðherra, segir að „breiðu línurnar fyrir næsta kjörtímabil“ hafi verið til umræðu á fundi sínum með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokks, og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna.

Fundi þeirra lauk nú rétt fyrir klukkan fjögur, en Bjarni tjáði fjölmiðlum að honum loknum að hann gerði ráð fyrir að nokkra fundi til viðbótar þyrfti til að ræða þessi mál.

Ráðherrastólar ólíklega óbreyttir

Hann kvaðst telja ólíklegt að ráðherrastólar yrðu óbreyttir eftir kosningarnar.

Framsóknarflokkur bætti í þeim við sig fimm þingsætum á meðan Sjálfstæðisflokkur stóð í stað og Vinstri græn töpuðu einu.

„En við skulum bara sjá til,“ bætti hann við.

Næstu fjögur ár

Spurður af blaðamanni Vísis hve langan tíma hann telji þetta munu taka, svaraði Bjarni að þau yrðu að áskilja sér nokkra daga.

„Við erum að tala um hvað eigi að gerast næstu fjögur árin og við þurfum þess vegna nokkra daga til þess að teikna upp þessar breiðu línur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert