Jafn margar konur á Alþingi og í kosningunum árið 2016

Inga Sæland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru á …
Inga Sæland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru á meðal kvenna í forystu á Alþingi. Samsett mynd

Þrjátíu konur voru kjörnar til Alþingis um helgina. Lengi var útlit fyrir að 33 konur kæmust inn en eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að þær yrðu aðeins 30. Þrátt fyrir að konur séu ekki í meirihluta eru þær jafn margar og í kosningunum árið 2016, en þá voru flestar konur kjörnar á Alþingi frá upphafi.

Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir gleðitíðindi að hlutfallið hafi verið jafnað. Fyrstu tíðindi voru henni þó betur að skapi þegar konur voru í meirihluta. Silja segir vendipunktinn vera í Sjálfstæðisflokknum en sjö þingmenn af sextán þingmönnum flokksins eru konur.

Áður sátu aðeins fjórar konur á þingi fyrir flokkinn þó að þingmannafjöldinn hafi verið sá sami.

Silja segir það ekki sjálfgefið að stjórnmálin verði femínískari á einhvern hátt eða betri. Konurnar sem kjörnar voru eru úr ólíkum flokkum með ólík stefnumál.

Hlutfall kvenna er hæst í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en lægst í Suðvesturkjördæmi. Hlutfall kvenna er hæst í þingflokki Samfylkingar, þar sem 67% þingmanna eru konur. Fyrir Miðflokkinn sitja þó aðeins karlar á þingi. Aðeins einn flokkur er með jafnt kynjahlutfall. Það er flokkur Pírata með þrjár konur og þrjá karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert