Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, eru mætt til fundar í Stjórnarráðinu við Lækjargötu. Frá þessu greinir ríkisútvarpið.
Búast má við að þar ræði þau um hvernig halda megi áfram ríkisstjórnarsamstarfinu, en stjórnin bætti við sig þingmönnum í nýafstöðnum kosningum þökk sé kosningasigri Framsóknarflokksins.
Gengið er út frá því sem vísu að fyrst verði látið reyna á að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf, enda virðast flestir sammála um það – bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – að kosningaúrslitin feli fyrst og fremst í sér stuðningsyfirlýsingu meirihluta kjósenda við ríkisstjórnina.