Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi funda

Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á kosninganótt.
Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á kosninganótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, eru mætt til fundar í Stjórnarráðinu við Lækjargötu. Frá þessu greinir ríkisútvarpið.

Láti reyna á endurnýjun

Búast má við að þar ræði þau um hvernig halda megi áfram ríkisstjórnarsamstarfinu, en stjórnin bætti við sig þingmönnum í nýafstöðnum kosningum þökk sé kosningasigri Framsóknarflokksins.

Gengið er út frá því sem vísu að fyrst verði látið reyna á að end­ur­nýja nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf, enda virðast flest­ir sam­mála um það – bæði í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu – að kosn­inga­úr­slit­in feli fyrst og fremst í sér stuðnings­yf­ir­lýs­ingu meiri­hluta kjós­enda við rík­is­stjórn­ina.

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert