Nýr þingflokkur Vinstri grænna beið ekki boðanna

Þingmennirnir voru kátir þrátt fyrir að löng nótt væri að …
Þingmennirnir voru kátir þrátt fyrir að löng nótt væri að baki. mbl.is/Ari Páll

Nýbakaðir og örþreytt­ir þing­menn Vinstri grænna komu sam­an í þing­flokks­her­bergi sínu í gær eft­ir langa vökunótt og ör­lít­inn lúr, þar sem drukkið var lút­sterkt kaffi og farið yfir stöðuna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í þing­flokki Vinstri grænna eru nú átta þing­menn, þrem­ur færri en eft­ir kosn­ing­arn­ar 2017, en síðan höfðu að vísu tveir gengið til liðs við aðra flokka. Í hon­um sitja nú fjór­ir van­ir þing­menn og fjór­ir nýliðar.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir juku þing­meiri­hluta sinn í alþing­is­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag og stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir fengu eng­an veg­inn það fylgi, sem þeir höfðu talið inn­an seil­ing­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur vann mik­inn sig­ur og hef­ur nú 13 þing­menn, en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Vinstri græn fóru nærri því að halda fyrri styrk.

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa sagst ætla að ræða sam­an, en Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir blasa við að stjórn­ar­flokk­arn­ir ræði sam­an um áfram­hald­andi sam­starf. Nýj­ar kosn­ing­ar marki þó alltaf nýtt upp­haf og það þurfi all­ir flokk­ar að ræða sín á milli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert