Oddviti Pírata vill telja aftur í Suðurkjördæmi

Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, tekur undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu í kjördæminu.

Hún segir á Facebook-síðu sinni að einungis sé 7 atkvæða munur á Vinstri grænum og Miðflokki og því sé sjálfsögð lýðræðisleg regla að endurtelja og ganga úr skugga um að rétt hafi verið talið.

Þá segir hún niðurstöðurnar engu skipta fyrir Pírata í kjördæminu, flokkurinn vilji einungis styðja við lýðræðið og telji þannig VG í fullum rétti til þess að óska eftir endurtalningu.

„Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ segir Álfheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert