Formennirnir funda áfram

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á samsettri …
Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á samsettri mynd við komuna í Ráðherrabústaðinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn stjórnarflokkanna hófu aftur fundarhöld í Ráðherrabústaðnum um hálftvöleytið eftir að hafa gert hlé á fundinum sem hófst þar í morgun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is fyrir hádegi að formennirnir ætli að gefa sér þessa viku til að ræða stóru línurnar í kjölfar alþingiskosninganna um síðustu helgi.

Fyrsti fundur þeirra var í Stjórnarráðinu í gær en um óformlegar viðræður er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert