Oftast strikað yfir Áslaugu og Svandísi

Strikað var yfir Áslaugu og Svandísi samtals 185 sinnum.
Strikað var yfir Áslaugu og Svandísi samtals 185 sinnum.

Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir má sjá hvort útstrikanir hafi haft áhrif á lista þingflokka.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður var oftast strikað yfir nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra eða 100 sinnum, sem jafngildir 1,24% kjósenda flokksins. Hún skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Þar á eftir kemur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem skipaði fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í kjördæminu. Strikað var yfir nafn hennar 85 sinnum sem jafngildir 1,63% kjósenda flokksins. 

Hildur, Rósa Björk og Friðjón

46 sinnum var strikað yfir nafn Hildar Sverrisdóttur sem skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Jafngildir það 0,57% kjósenda flokksins. 

44 sinnum var strikað yfir nafn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur en hún var á lista fyrir Samfylkinguna, sem jafngildir 0,93% kjósenda hennar. 

Þá var strikað yfir Friðjón R. Friðjónsson 40 sinnum, sem var á lista Sjálfstæðisflokksins, jafngildir 0,49% kjósenda flokksins. 

Til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjósenda að strika út nafn hans, hlutfallið fyrir annað sætið er 20% og fyrir þriðja sætið er það 14,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert