Oftast strikað yfir Brynjar

Brynjar Þór Níelsson sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins …
Brynjar Þór Níelsson sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins var strikaður úr 126 sinnum, sem er um 1,7% kjósenda flokksins í kjördæminu. mbl.is/Árni Sæberg

Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir má sjá hvort útstrikanir hafi haft áhrif á lista þingflokka. Í Reykjavíkurkjördæmi norður voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem sáu um útstrikanirnar.

Brynjar Þór Níelsson sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins var strikaður út 126 sinnum, eða af um 1,7% kjósenda flokksins í kjördæminu.

Þar á eftir kemur Guðlaugur Þór Þórðarson sem skipaði fyrsta sætið á lista flokksins, en hann var strikaður út 88 sinnum, sem er um 1,2% kjósenda flokksins í kjördæminu.

Diljá, Helga Vala og Halldóra

Diljá Mist Einarsdóttir sem skipaði annað sæti lista flokksins í kjördæminu, var útstrikuð 82 sinnum, sem er um 1,12% kjósenda flokksins.

Helga Vala Helgadóttir, sem skipaði fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar, var strikuð út 62 sinnum, sem gerir um 1,4% kjósenda flokksins í kjördæminu. 

Halldóra Mogensen, sem skipaði fyrsta sæti á lista Pírata, var strikuð út 50 sinnum, sem er um 1,11% kjósenda flokksins. 

Til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjósenda að strika út nafn hans, hlutfallið fyrir annað sætið er 20% og fyrir þriðja sætið er það 14,3%.

Hér má sjá listann í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert