Úthluta þingsætum samkvæmt endurtalningu

Fundur landskjörstjórnar.
Fundur landskjörstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn fundaði með fulltrúum stjórnmálaflokkanna á þingi í dag og úthlutaði þingsætum eftir úrslitum kosninganna. Ákveðið var að úthluta þingsætum samkvæmt þeim úrslitum sem fengust eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi eins og frægt er.

Þetta má sjá í tilkynningu landskjörstjórnar sem birtist á vef hennar.

Fyrr í dag sendi yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi frá sér afsökunarbeiðni vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna endurtalningarinnar.

Fundur landskjörstjórnar.
Fundur landskjörstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi afhenti einnig í dag kosningakæru til Alþingis og dómsmálaráðuneytis, þar sem er farið fram á að Alþingi úrskurði kosninguna í Norðvesturkjördæmi ógilda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka