Allir flokkar munu gefa eftir

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosningaárangur flokkanna skiptir talsverðu máli þegar að því kemur að semja um ráðherrastóla og stefnumál í stjórnarsáttmála. Þar munu vafalaust allir flokkar gefa talsvert eftir og pólitísk nauðsyn hefur sín áhrif, en eftir það þarf að horfa til úrslitanna, hvaða árangri flokkarnir náðu og hvar; hvað má úr því lesa um vilja kjósenda sem endurnýjuð ríkisstjórn þarf að fara eftir.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í gær í Ráðherrabústaðnum þar sem áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna var rætt.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðræðunum miða vel.

„Ég held að stjórnarmyndunarviðræðurnar gangi ágætlega, það er greinilega töluvert búið en það er líka mikið eftir.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert