Viðræður í gangi í miðri óvissu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á kosningavöku í Ægisgarði á dögunum.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á kosningavöku í Ægisgarði á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það óþægilegt í ljósi óvissunnar sem ríki um niðurstöður kosninganna að óformlegar ríkisstjórnarviðræður séu í fullum gangi á sama tíma.

Nefndi hún á að kjörbréfanefndar þingsins bíði mjög stórt verkefni við að skera úr um kjörbréf 63 þingmanna sem voru að fá sín kjörbréf.

Í þættinum Silfrinu á RÚV sagði hún það „rosalega sérstaka” stöðu að kjörbréfanefnd þingsins hafi það hlutverk að úrskurða um eigið kjör og benti á að flokkarnir þrír í fráfarandi ríkisstjórn séu með meirihluta í kjörbréfanefndinni.

Hún sagði nokkrar lausnir í boði „gagnvart þessu klúðri” í Norðvesturkjördæmi, meðal annars að fara í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á öllu landinu.

„Mér finnst það senda svolítið skökk skilaboð að vera í óða önn að mynda ríkisstjórn með meirihluta í þessari nefnd. Mér finnst það senda mjög skýr skilaboð um að það sé fyrirfram búið að taka ákvörðun að það eigi ekki að fara að ómaka þessa ríkisstjórn með endurkosningu eða uppkosningu,” sagði Þórhildur Sunna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert