Nái fram fleiri „hjartans málum“ í öðru samstarfi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að „pólitískir nágrannar“ flokksins í Vinstri-grænum og Framsóknarflokknum muni ná fram fleirum af sínum hjartans málum í öðru ríkisstjórnarsamstarfi en er núna á teikniborðinu með Sjálfstæðisflokknum.

Hann segir að fregnir af því að stjórnarmyndunarviðræður taki nokkrar vikur stafi væntanlega af því að himinn og hafi skilji flokkana að í veigamiklum málum.

„Ljóst er að fleiri mynstur eru í stöðunni, til að mynda hafa Píratar nú lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að styðja minnihlutastjórn Framsóknar, Vinstri-grænna og Samfylkingar. Og vel mögulegt að styrkja þessa hugmynd enn frekar með aðkomu fleiri flokka,“ skrifar Logi á facebooksíðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert