Ræða að skiptast á ráðuneytum

Fyrsti fundur undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis fór fram í gær.
Fyrsti fundur undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis fór fram í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formenn stjórnarflokkanna hafa haldið áfram að hittast einir síns liðs, en hafa sagt sínu fólki að góður gangur sé í viðræðunum. Helst standi í þeim að gera út um óútkljáð og erfið mál frá síðasta kjörtímabili, en þau vilja formennirnir leysa áður en lengra er haldið við að setja saman nýjan stjórnarsáttmála.

Sem fyrr er það útgangspunktur að Katrín Jakobsdóttir gegni áfram embætti forsætisráðherra, en stjórnarþingmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja líklegast að fjármálaráðuneytið verði áfram á forræði Sjálfstæðisflokksins, hvort sem Bjarni Benediktsson haldi áfram í því embætti eða eftirláti það öðrum. Í upphafi viðræðna töluðu framsóknarmenn um að Sigurður Ingi Jóhannsson gæti í ljósi fleiri þingsæta gert tilkall til stóls forsætisráðherra eða fjármálaráðherra, en nú er frekar rætt um að hann verði ráðherra nýs innviðaráðuneytis. Þar mun helsta fyrirstaðan vera sú að Vinstri græn eru ófús til þess að láta skipulagsmálin af hendi úr umhverfisráðuneytinu.

Skipti á ráðuneytum og ráðherrum hugsanleg

Formennirnir munu hafa kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu annarra ráðuneyta, en viðræður eru ekki komnar á það stig að neitt sé farið að skýrast um það. Ekki er loku fyrir það skotið að verkefni verði færð milli ráðuneyta og jafnvel víðt ækari breytingar gerðar á stjórnarráðinu.

Þau sjónarmið hafa einnig verið viðruð að rétt sé að flokkarnir skiptist á einhverjum ráðuneytum. Ríkisstjórnin hafi gott af því að leyfa ferskum vindum að blása um ganga ráðuneytanna og ekki endilega heppilegt að menn gerist of þaulsætnir í fagráðuneytunum svonefndu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert