Nýliðun á þingi breytir myndinni

Það kann að valda vanda hve margir nýliðar eru að koma til þings eftir kosningarnar eða að minnsta kosti að breyta myndinni, segir Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, í þætti Dagmála um eftirmál kosninganna, eins og þau koma stjórnarandstöðunni fyrir sjónir.

Hún segir að nýir þingmenn séu mögulega ekki jafnvanir því að fylgja flokkslínunni og þeir sem fyrir eru og það kunni að breyta myndinni í þinginu fyrsta kastið.

Kristján Guy Burgess, kosningastjóri Samfylkingar, tekur undir það og segir að þó svo að nýliðun sé æskileg, þá þurfi líka að vera einhver festa í þinginu. Á undanförnum árum hafi orðið mikil endurnýjun og stofnanaminni á þinginu ekki mikið eftir. Brgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir séu þannig komin í hlutverk öldunga, þó einnig megi benda á að Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir séu þaulvanar, þó þær hafi setið þar skemur.

Í þáttinn komu þau Sigurður Már Jónsson frá Miðflokki, Stefanía Sigurðardóttir frá Viðreisn og Kristján Guy Burgess frá Samfylkingu, gerðu upp kosningarnar og bollalögðu framtíðina.

Þáttinn allan má horfa á með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert