Alþingi hefur birt kærurnar tólf sem hafa borist vegna þingkosninganna. Fimm kærur hafa borist frá frambjóðendum sem misstu sæti sitt á þingi vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, eða þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Karli Gauta Hjaltasyni, Guðmundi Gunnarssyni, Hólmfríði Árnadóttur og Lenyu Rún Taha Karim.
Auk þeirra hafa kærur borist frá oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi Magnúsi Davíð Norðdahl, lögfræðingnum Katrínu Oddsdóttur, hagfræðingnum Þorvaldi Gylfasyni, ásamt þremur kjósendum.
Þá hefur Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, kært kosninguna vegna ágalla við kosningafyrirkomulagið í Reykjavík suður. Rúnar upplifði þar mikil óþægindi og fannst vegið að rétti sínum til leynilegra kosninga sem fatlaður kjósandi.
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar heldur opinn fund í dag klukkan 10:45 sem verður í beinu streymi.
Gestir fundarins verða þau Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.