Yfir fimm hundruð manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Birgi Þórarinsson að segja sig frá þingmennsku.
Birgir var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn en gekk skömmu síðar til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Þeir sem standa að baki undirskriftasöfnuninni segja að hún hafi verið sett af stað „í þeim tilgangi að verja lýðræðið“.
„Ljóst er að Birgir Þórarinsson bauð sig fram í nýliðnum alþingiskosningum undir fölsku flaggi. Hann svindlaði á kjósendum með því að láta kjósa sig fyrir flokk sem hann yfirgaf svo strax að kjöri loknu. Það teljum við vera alvarlega aðför að trausti kjósenda á framboðum og kosningum í lýðræðisríki. Við getum ekki hugsað okkur að það verði látið viðgangast.“