Skipulagi stjórnarráðsins breytt

Þingmenn úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu eru sammála um að skipulagsbreytingar á stjórnarráðinu séu nauðsynlegar. Það þurfi að vera skilvirkara og nýta fjármuni skattborgara betur. Það snúist m.a. um að pólitíkin taki til sín þau völd, sem henni eru ætluð.

Þetta kemur fram í Dagmálum Morgunblaðsins, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum, en þar komu þeir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og ræddu m.a. stjórnarmyndun og helstu ásteytingarsteina hennar.

Andrés Ingi teliur að í hinum ýmsu ráðuneytum felist verulegur margverknaður, sem megi koma í veg fyrir með meiri samþættingu stjórnarráðsins. Jón tekur undir það og segir að þar megi taka upp nútímalegri vinnubrögð, sem bæði fælu í sér minna bruðl og sóun, en einng yrði stjórnarráðið skilvirkara og skjótvirkara.

Jafnframt hefði of mikið vald verið eftirlátið andlitslausum embættusmönnum og því þyrftu stjórnmálin að endurheimta það vald, sem þau ættu að hafa og bæru ábyrgð á.

Horfa má á þáttinn allan með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert