Gilt atkvæði í bunka merktum auðum atkvæðum

Eitt gilt atkvæði fannst í bunka með auðum atkvæðum.
Eitt gilt atkvæði fannst í bunka með auðum atkvæðum. mbl.is/Árni Sæberg

Gilt atkvæði fannst í bunka sem merktur var auðum atkvæðum. Þetta uppgötvaðist í  vettvangsferð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, til Borgarness á miðvikudag.

„Já það gerðist. Fyrst þetta er komið út þá get ég staðfest að það hafi gerst,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is en Björn situr í undirbúningsnefndinni. Stundin greindi fyrst frá.

Tilgangur vettvangsferðarinnar beindist einna helst að auðum seðlum sem breyttust í ógilda seðla í endurtalningu yfirkjörstjórnar en þá fylgd­ist nefnd­in með því þegar ónotaðir at­kvæðaseðlar voru tald­ir að nýju og stemmd­ir af við þær töl­ur sem til­kynnt­ar voru til lands­kjör­stjórn­ar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert