Funda áfram í vikunni

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í vettvangsferð í Borgarnes.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í vettvangsferð í Borgarnes. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa mun áfram funda dag­lega í vik­unni en gagna­öfl­un henn­ar er á loka­metr­un­um að sögn Birg­is Ármann­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar. Enn er óljóst hvenær nefnd­in nái að klára til­lög­ur til úr­lausn­ar þeirra álita­mála sem hafa komið upp í sam­bandi við alþing­is­kosn­ing­ar.

„Á morg­un og eft­ir at­vik­um á þriðju­dag erum við að klára að fara yfir hvað okk­ur vant­ar af upp­lýs­ing­um. Við erum líka að ræða lög­fræðileg atriði varðandi málsmeðferð nefnd­ar­inn­ar og fara yfir svo­leiðis. Það form sem við þurf­um sjálf að fara eft­ir. Síðan í fram­hald­inu geri ég mér von­ir um það að við get­um farið að ræða um þau atriði sem kalla á mat af hálfu nefnd­ar­inn­ar og eft­ir at­vik­um að byrja þá að und­ir­búa ein­hverja niður­stöðu,“ seg­ir Birg­ir en ít­rek­ar að það geti tekið nefnd­ina nokk­urn tíma að fara yfir þessi mats­kenndu álita­mál.

Farið eins langt og við get­um

Í síðustu viku voru nefnd­ar­menn farn­ir að gera sér von­ir um að nefnd­in gæti klárað sitt verk­efni í þess­ari viku að sögn Birg­is er erfitt að segja til um hvað ferlið taki lang­an tíma:

„Ég get ekk­ert úti­lokað en ég segi bara að við stefn­um að því að fara eins langt og við get­um en maður bara verður að sjá hvernig hlut­un­um vind­ur fram. Það er ekk­ert mikið eft­ir í gagna­öfl­un en síðan þarf nefnd­in auðvitað að taka sér tíma í að ræða hlut­ina og það er eng­inn sem get­ur sagt fyr­ir fram hvort það taki 12 fundi eða fimm.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert