Ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan ráðherrabústaðinn.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan ráðherrabústaðinn. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa trú á því að unnt verði að mynda ríkisstjórn í næstu viku. 

Þetta kemur fram viðtali við Fréttablaðið í morgun. 

Bjarni segir stjórnarmyndunarviðræðum miða vel þrátt fyrir að hlé hafi þurft að gera á þeim vegna ferðalaga forystumanna ríkisstjórnarflokkanna á Norðurlandaráðsþing annars vegar og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, hins vegar.   

Af viðtalinu að dæmi virðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af fjárlagagerð og segir grunninn liggja fyrir í gildandi fjármálaáætlun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert