Byrjuð að skrifa stjórnarsáttmála

Katrín Jakobsdóttir á leið sinni á fund í Ráðherrabústaðnum í …
Katrín Jakobsdóttir á leið sinni á fund í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu um helgina og eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmálanum.

„Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur, við erum farin af stað í textasmíð og einsetjum okkur að vinna bara vel í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Þannig að það gæti hillt undir einhvern stjórnarsáttmála svona undir lok vikunnar.“

Eru einhver ágreiningsmál eftir?
„Við erum alla vega búin að botna mörg mál, kannski ekki búin að botna allt en svona komin á þann stað að það sjái til lands í þessu öllu saman.“

Hvort það komi til greina að stokka upp ráðherrastóla, að kljúfa eða fjölga ráðuneytum segir Katrín: „Við erum í rauninni ekki komin þangað, mér finnst líklegt að við tökum það fyrir síðar í þessari viku en sameiginlegt markmið okkar hefur verið að klára einhvers konar málefnagrunn áður en við ræðum bæði skiptingu ráðuneyta.“

Öll umræða um klofningu eða fjölgun ráðuneyta sé verkefnamiðuð. „Hvort einhver verkefni eigi betur heima einhvers staðar en annars staðar. Við höfum verið með ýmsar hugmyndir á borðinu en við erum ekki búin að botna þá umræðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert