Stjórnarandstaðan hefur misst móðinn

Stjórnarandstaðan virðist hafa sætt sig við sitt hlutskipti og reynir ekki einu sinni að hreyfa möguleikum á öðru stjórnarmynstri en endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka.

Þetta er samdóma álit Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Gísla Freys Valdórssonar ritstjóra, sem eru gestir Dagmála Morgunblaðsins í dag, streymi sem opið er öllum áskrifendum. Þar ræddu þeir einkum langdregnar viðræður stjórnarflokkanna, vandræði vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi og fleira því tengt, auk þess sem lífsnautnir Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, bar á góma.

Hins vegar er óþreyju farið að gæta hjá stjórnarandstöðunni með dráttinn á því að þing verði kallað saman, en stjórnarsinnar eru frekar óþolinmóðir eftir því að farið verði að skipta ráðuneytum og togast á um það hverjir gegni ráðherradómi.

Dagmálaþátt dagsins má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert