Kjörbréf allra þingmanna voru samþykkt á þingfundi nú í kvöld. Var það samþykkt með 42 atkvæðum gegn 5 en 16 greiddu ekki atkvæði.
Þá munu nýir þingmenn undirrita drengskaparheit í þinginu klukkan korter í tíu.
Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þess efnis að kosningar á landinu öllu teldust ógildar var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir greiddu ekki atkvæði.
Þá var tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur sömuleiðis felld með 42 atkvæðum gegn 16 en hún laut að því að kosningar í norðvesturkjördæmi teldust ógildar.
Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu lagði hún áherslu á að ágreiningslaust væri að verulegir annmarkar hafi verið á talningu atkvæða og vörslu kjörgagna í Borgarnesi en í ljósi þess að ekki hafi nægar líkur leiddar að því að annmarkarnir hafi haft áhrif á kosningarnar og komið í veg fyrir vilja kjósenda. „Því mun ég styðja að 63 kjörbréf [...] verði samþykkt.“