Leggur til að fyrri talning standi

Ætla má að umræður um tillögur um staðfestingu kjörbréfa muni …
Ætla má að umræður um tillögur um staðfestingu kjörbréfa muni standa fram á kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Indriði Ingi Stefánsson, varaþingmaður Pírata, sem nú vermir sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hefur lagt til fyrri talningin í alþingiskosningunum í september í Norðvesturkjördæmi standi. 

Liggja því nú fjórar tillögur fyrir um meðferð kjörbréfa, sem ræddar eru sem stendur á þingfundi. 

Indriði lagði fyrir skömmu fram breytingatillögu á tillögu meirihlutans, þess efnis að  Alþingi beini því til landskjörstjórnar að gefa út ný kjörbréf, fimm kjörbréf aðalþingmanna og átta kjörbréf varaþingmanna, sem byggjast á eftirfarandi úrslitum alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi 25. september 2021:

B-listi Framsóknarflokks 4.443

C-listi Viðreisnar 1.072

D-listi Sjálfstæðisflokks 3.887

F-listi Flokks fólksins 1.513

J-listi Sósíalistaflokks Íslands 721

M-listi Miðflokks 1.283

O-listi Frjálslynda lýðræðisflokksins 72

P-listi Pírata 1.082

S-listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands 1.196

V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 1.979

Auðir seðlar 394

Aðrir ógildir seðlar 24

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert