Auglýsa má forstjórastöðuna aftur

Mikilvægt er að við verkaskiptingu í ríkisstjórn, meðal annars hvað varðar uppskiptingu eða stofnun nýrra ráðuneyta, ráði málefnin og stefnumótun för, en ekki tilfallandi pólitískar þarfir dagsins. Þar hljóti heilbrigðismálin að skipta miklu máli.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í máli gesta Dagmála Morgunblaðsins, þar sem þeir Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, og Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, eru gestir. Þar er yfirvofandi ríkisstjórnarsamstarf einkum til umræðu. Dagmál eru opin öllum áskrifendum og horfa má á þáttinn allan með því að smella hér.

Nefnt var að bæði í Framsókn og Sjálfstæðisflokki gætti nokkurrar óþreyju um breytta stefnu og stjórnun í heilbrigðisráðuneytinu, þar sem ráðherra hefði mikið svigrúm til athafna og aðgerða án þess að þurfa að bera það undir Alþingi.

Við bættist að staða forstjóra Landspítalans væri laus, en þrátt fyrir að nokkur fjöldi hefði sótt um hana litist mönnum mátulega á breiddina í hópi umsækjenda. Til greina kæmi að auglýsa hana aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert