Framsókn stýri heilbrigðisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar …
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Framsóknar og flokksráð Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs funda sem stendur um stjórnarsáttmála flokkanna þriggja og greiða síðan atkvæði honum til samþykktar.

Nokkuð er um verkefnatilfærslur á milli ráðuneyta og endanleg nöfn ráðuneyta liggja ekki fyrir. Ráðuneytin verða í heildina tólf.

Heimildir mbl.is herma að tilkynnt hafi verið heilbrigðisráðuneytið muni falla Framsókn í skaut, ásamt nýju innviðaráðuneyti með samgöngu-, sveitarstjórnar-, húsnæðis- og skipulagsmálum. 

Mennta- og menningamálaráðuneytinu verður skipt upp og mun Framsókn fara með skóla- og barnamál. Þá verður uppstokkun á atvinnumálum og mun Framsókn fara með ferðaþjónustu, menningu, skapandi greinar, viðskipti og samkeppnismál.

Vinstri hreyfingin grænt framboð muni stýra forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. 

Sjálfstæðisflokkurinn mun stýra fjármálaráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og hluta atvinnumála með nýsköpun ásamt háskólamálum.

Uppfært: Miðstjórn Framsóknar og flokksráð Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa samþykkt sáttmálann.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert