„Hver ætlar að ganga fram hjá Willum?“

Sigurður Ingi Jóhannsson á Kjarvalsstöðum.
Sigurður Ingi Jóhannsson á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hver ætlar að ganga fram hjá Willum, fyrrverandi formanni fjárlaganefndar, sem öllum er ljóst að er maður sem getur valdið stórum og erfiðum verkefnum og í  heilbrigðisráðuneytinu eru sannarlega slík,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, spurður hvort að ekki hafi verið tekið tillit til kynjasjónarmiða og búsetudreifingar við val á ráðherrum í hans flokki. 

Framsóknarflokkurinn, sem á sterkar rætur á landsbyggðinni, mun fara með fjögur ráðuneyti og verða þrír ráðherrar flokksins þingmenn höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þrír af fjórum ráðherrum flokksins karlmenn. 

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, þingflokksformaður og starfsforseti þingsins verður, eins og greint var frá fyrr í dag, nýr ráðherra flokksins og mun stýra heilbrigðisráðuneytinu.

Stóru fréttirnar er uppstokkunin

„Stærsta fréttin er að það er verið að stokka upp kerfi til þess að geta tekist á við allar þær aðgerðir, áskoranir og verkefni sem eru í stjórnarsáttmálanum. Við teljum það nauðsynlegt vegna þess að kerfið er bæði íhaldsamt og staðnað á meðan samfélagið er allt á fullri ferð. Tæknibreytingar síðustu ára hafa gengið yfir án þess að við höfum breytt miklu,“ segir Sigurður Ingi um nýundirritaðan stjórnarsáttmála og nýja verkefnaskiptingu innan stjórnarráðsins. 

Hann segir áherslu lagða á nýja lagaumgjörð um vindorku og stefn verði að því að Ísland verði fyrst landa óháð jarðefnaeldsneyti.

„Við ætlum að losa rammaáætlun úr þeim vanda sem hún hefur verið í í átta ár. Við erum meðvituð um hvað þarf til. Við ætlum að takast á við að tryggja ákveða ferla í vindorku sem er ákveðið sóknarfæri, meðal annars til að skapa tækifæri á að skapa hér nýja orku til þess að getað klárað orkuskiptin og verið frysta þjóðin til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Ekki síður til að skapa hér ný og spennandi störf í grænu fjárfestingarumhverfi. Meðal annars vetnisframleiðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert