Skynsamlegt að stjórnarskrá sé ávörpuð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér hafa orðið talsverðar breytingar og ekkert við það að athuga, það er ekki í fyrsta sinn. Nú reynir á hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist og vel má vera að það þurfi að slípa það eitthvað til´en þetta var ákvörðun þeirra flokka sem að þessari stjórn standa og við óskum þeim velfarnaðar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is að ríkisráðsfundum dagsins loknum. 

Hann segist vænta þess að það taki tíma að slípa nýja verkaskiptingu innan stjórnarráðsins til, það liggi í hlutarins eðli. 

„Í stjórnarsáttmálanum er vikið að því að áfram verði unnið að endurskoðun stjórnarskrár. Mér finnst í ljósi forsögunnar skynsamlegt að þess sé getið. Svo er það bara að sjá hverjar lyktir verða í þeim efnum. Stjórnarskrá er ekki meitluð í stein, hún hefur tekið og mun taka breytingum í tímans rás,“ segir Guðni spurður út í málefni stjórnarskrárbreytinga í í nýjum sáttmála. Guðni hvatti þingheim til áframhaldandi vinnu við breytingar á stjórnarskrá í ræðu sinni á þingsetningarfundi í vikunni. 

Voru þetta góðir ríkisráðsfundir?

„Já og hvaða skoðun sem fólk hefur í stjórnmálum, eða í dagsins önn, hlýtur það að vera þannig að fólk óski þeim velfarnaðar sem að velst til ábyrgðar í þágu lands og þjóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert