Dagbjört gefur kost á sér í annað sætið

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir lögmaður.
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri sem fer fram 26. febrúar næstkomandi.

Dagbjört, sem hefur verið búsett á Seltjarnarnesi síðastliðin tíu ár, er sjálfstætt starfandi lögmaður og atvinnurekandi.

Auk þess situr hún í stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga og er nefndarmaður í íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarnesbæjar. Þá hefur Dagbjört setið í stjórn foreldrafélags leikskólans.

Hún leggur áherslu á ráðdeild í rekstri, lága skatta og mikilvægi þess að sveitafélög leggi áherslu á lögbundin verkefni sín við forgangsröðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert