Hilda Jana vill áfram leiða á Akureyri

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stillt verður upp á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í bænum þar sem Hilda Jana Gísladóttir oddviti lýsti yfir áhuga á að leiða starf flokksins á komandi kjörtímabili.

Tillaga uppstillingarnefndar verður lögð fyrir félagsmenn Samfylkingarinnar á Akureyri þann 24. febrúar næstkomandi. Í uppstillingarnefnd sitja Unnar Jónsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Arnar Þór Jóhannesson.

Í fréttatilkynningu um málið segir að mikill hugur hafi verið í félagsmönnum á fundinum í gær og að ánægju hafi verið lýst yfir með störf flokksins í bæjarmálum á Akureyri á líðandi kjörtímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert