Hörður J. Oddfríðarson hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum í Samfylkingunni, þar sem hann gegndi formennsku í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík þar til nýlega, en hann hefur áður gengt fjölmörgum trúnaðarstöðum öðrum innan flokksins.
Hörður, sem gengist hefur við því að vera gerandi gagnvart Jódísi Skúladóttur, þingmanns Vinstri grænna, og beðið hana afsökunar, segir í samtali við mbl.is að hann hafi sagt sig frá störfum innan flokksins í síðustu viku. Þá sé hann í leyfi frá stöfum í SÁÁ og sé í samtali við sína yfirmenn um framtíð sína í starfi.
Hörður hefur óskað eftir að úttekt verði gerð á störfum hans fyrir SÁÁ, þar sem hann hefur starfað þar í meira en tuttugu ár.
Sem formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík var Hörður meðal annars í forsvari fyrir framboðskönnun Samfylkingarinnar, sem ráðist var í síðasta vetur fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hörður mun ekki koma að prófkjörsmálum flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor.