Ingi segist ekki hræðast saksókn

Frá kjörstað.
Frá kjörstað. mbl.is/Árni Sæberg

Fimmmenningarnir í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu kosningum hafa ekki greitt þær sektir sem lögreglustjórinn á Vesturlandi fór fram á að þeir myndu greiða. Frestur til að ljúka málinu er útrunninn, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að „allar líkur“ séu á því að málið fari fyrir dóm. 

Ingi Tryggvason, formanni yfirkjörstjórnar, var gert að greiða 250.000 króna sekt en hinir sem sátu í kjörstjórn fengu 150.000 króna sekt á mann. 

„Ég hef ekki greitt þessa sekt vegna þess að ég tel ekki að ég eigi að greiða hana,“ segir Ingi við Fréttablaðið. Hann segist ekki óttast væntanlega saksókn. „Ég sætti mig við niðurstöðuna, hver sem hún verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka