Helga Margrét Marzellíusardóttir gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Helga er 33 ára, fædd á Ísafirði en búið í Reykjavík í seinni tíð. Hún er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann.
Hún kveðst með framboðinu vilja sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf, taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja við alvöru við starf tónlistarskóla.
Einnig kveðst hún vilja sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu.
„Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll.
Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri,“ skrifar Helga í tilkynningu.