Hilmar Ingimundarson viðskiptafræðingur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hilmar hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár og situr í fulltrúaráði Hafnarfjarðar, kjördæmisráði Suðvesturkjördæmis ásamt því að vera meðstjórnandi í Sjálfstæðisfélaginu Fram.
Einnig sat hann í fræðsluráði bæjarins 2010-2012 sem fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Hilmar hefur lokið MBA námi frá UniSA og er meðstofnandi Kernel Edge Technologies Ltd.
Hilmar er giftur Elísabet Birgisdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau þrjú börn.