Tónleikahald „fyrirfram dauðadæmt“

Í bréfinu segir að á meðan eins metra reglan sé …
Í bréfinu segir að á meðan eins metra reglan sé í gildi komist íslenskt tónleikahald ekki af stað, burtséð frá öðrum reglum og stærð hólfa. Ómar Óskarsson

Samráðshópur tónlistariðnaðarins hefur sent frá sér opið bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem hópurinn lýsir því að ótækt sé að halda tónleika með núgildandi takmörkunum og skorar hópurinn á yfirvöld að falla frá eins metra reglunni þegar í stað á skipulögðum viðburðum.

Í bréfinu segir að á meðan eins metra reglan sé í gildi komist íslenskt tónleikahald ekki af stað, burtséð frá öðrum reglum og stærð hólfa.

Hólfaskiptingin ein og sér dragi úr sætaframboði en með eins metra reglunni sé tónleikahald í raun „fyrirfram dauðadæmt“. Það sé ekki fjárhagslega gerlegt að undirbúa og halda tónleika þegar svo stór hluti af sætafjölda sé óseljanlegur.

Taka þurfi ákvörðun á næstu dögum

„Janúar og febrúar eru dauðir og farnir og nú miðar allur tónlistariðnaðurinn við að komast af stað í mars. Marsmánuður er þéttbókaður í öllum sölum landsins fyrir tónleika sem búið er að fresta í tvö ár og flestir salir landsins eru þéttbókaðir út árið – og raunar vel fram á næsta ár fyrir alla hina tónleikana sem búið er að fresta í gegnum allan faraldurinn,“ segir í bréfinu.

Hópurinn segir það afleitt ef tónleikageirinn neyðist til þess að fella einnig niður alla viðburði í marsmánuði, bregðist stjórnvöld ekki við.

Á næstu tíu til fjórtán dögum þurfi tónleikahaldarar að taka ákvörðun um hvort þeir sjái sér fært að halda tónlistarviðburði í mars, þar sem enginn hafi efni á að setja vinnu af stað og stofna til kostnaðar ef því þarf að fresta.

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live og formaður Bandalags Íslenskra tónleikahaldara.
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live og formaður Bandalags Íslenskra tónleikahaldara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar áætlanir í hendi

„Við teljum að það sé gengið of langt með að viðhalda eins metra reglunni í skipulögðu viðburðahaldi á meðan verið er að taka stór skref í því að afnema hömlur alls staðar annars staðar í samfélaginu.

Vilji stjórnvalda á þessum tímapunkti er greinilega að opna samfélagið aftur og hleypa hlutum af stað, en eins metra reglan takmarkar allt tónleikahald og engar áætlanir eru í hendi varðandi hvenær eins metra reglunni í viðburðahaldi verður aflétt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert