Elín Björk bætist við í slaginn um oddvitasætið

Elín Björk Jónasdóttir, hóp­stjóri veðurþjón­ustu Veður­stofu Íslands, skorar Líf og …
Elín Björk Jónasdóttir, hóp­stjóri veðurþjón­ustu Veður­stofu Íslands, skorar Líf og Elínu Oddnýju á hólm. Ljósmynd/Almannavarnir

Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna og hóp­stjóri veðurþjón­ustu Veður­stofu Íslands, býður sig fram í  fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni.

Líf Magneudóttir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík, og Elín Odd­ný Sig­urðardótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi, sækjast einnig eftir því að leiða listann. Ljóst er að baráttan um oddvitasætið verður spennandi.

„Málefni VG eru mér hjartans mál. Þar hef ég mest látið mig varða loftslags- og náttúruverndarmál, en húsnæðismál, skólamál og skipulagsmál eru líka ofarlega á áhugasviði mínu,“ segir Elín.

Þá tekur hún fram að á meðan forvalinu stendur muni hún stíga til hliðar sem formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert