Ásgeir Sveinsson mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórarkosningar, en hann atti kappi við Kolbrúnu Þorsteinsdóttur um fyrsta sætið.
Úrslit í prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ urðu ljós rétt í þessu og var Ásgeir atkvæðamestur.
1044 greiddu atkvæði og voru gild atkvæði 1010. Kjörsókn var 44,2%.
Niðurstöður prófkjörsins eru eftirfarandi:
1. Ásgeir Sveinsson, 69,0% gildra atkvæða í 1. sæti.
2. Jana Katrín Knútsdóttir, 37,6% gildra atkvæða í 1.-2. sæti.
3 Rúnar Bragi Guðlaugsson, 42,5% gildra atkvæða í 1.-3. sæti.
4. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, 40,8% gildra atkvæða í 1.-4. sæti.
5. Hjörtur Örn Arnarson, 47,2% gildra atkvæða í 1.-5. sæti.
6. Arna Hagalínsdóttir, 43,3% gildra atkvæða í 1.-6. sæti.
7. Hilmar Stefánsson, 49,2% gildra atkvæða í 1.-7. sæti.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi.