Sandra sækist eftir 3. sæti

Sandra Hlíf Ocares.
Sandra Hlíf Ocares. Ljósmynd/Aðsend

Sandra Hlíf Ocares sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.

Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. 

Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Óþarflega mikil yfirbygging og kerfishugsun

„Reykjavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilunum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta,“ segir í tilkynningu frá Söndru.

„Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert