Frambjóðendur í efstu þrjú sæti VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Samsett mynd
Átta verða í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Forvalið fer fram daganna 2. til 5. mars. Í forvalinu verður kosið í efstu þrjú sætin á framboðslista Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur.
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa Vinstri græn átt einn fulltrúa í borgarstjórn og starfað í meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn.
Eftirfarandi framboð bárust:
- Andrés Skúlason, verkefnastjóri, í 2. sæti.
- Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og gönguleiðsögumaður, í 2.-3. sæti.
- Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, í 1. sæti.
- Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, í 1. sæti.
- Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, sjúkraliði, í 2.-3. sæti.
- Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari, í 2.-3. sæti.
- Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, í 1. sæti.
- Stefán Pálsson, sagnfræðingur, í 2. sæti.