Vill verða oddviti Framsóknar í Kópavogi

Helga Hauksdóttir býður sig fram til oddvita Framsóknar í Kópavogi.
Helga Hauksdóttir býður sig fram til oddvita Framsóknar í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Helga Hauksdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar, gefur kost á sér í oddvitasætið í Framsókn í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hefur hún verið bæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs. 

Hefur Helga búið í Kópavogi 8 ára aldri og er með embættispróf í lögfræði ásamt lögmannsréttindum og hefur unnið hjá hinu opinbera og í einkageira. Mun hún útskrifast með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í vor. 

„Mig langar til þess að leiða sterkan lista Framsóknar í Kópavogi til góðra verka næstu fjögur árin,“ segir í tilkynningu Helgu en hennar áherslumál eru sögð skólamál, þjónusta við barnafjölskyldur og skipulagsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert