Andri Steinn Hilmarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fer fram 12. mars.
Andri Steinn hefur gegnt formennsku umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar frá árinu 2018 og verið varabæjarfulltrúi síðan 2014.
Í tilkynningu á Facebook segist Andri vilja leggja áherslu á öfluga þjónustu við bæjarbúa á sama tíma og álögum verði stillt í hóf.
„Á þessu ári verður íbúafjöldinn 40 þúsund. Rekstur bæjarins er á góðum stað og stærð hans orðin mjög hagfelld rekstrareining. Það svigrúm sem skapast vegna ábyrgs reksturs á að skila aftur til íbúa bæjarins en ekki nýta til gæluverkefna,“ segir í tilkynningunni.