Falla frá tillögu um að loka kjörskrá fyrr

Fallið var frá tillögunni.
Fallið var frá tillögunni. mbl.is/Arnþór

Kjörskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi prófkjör í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga í vor verður ekki lokað tveimur vikum fyrr eins og stóð til.

Þetta var ákveðið rétt í þessu á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Staðfestu tillögu um almennt prófkjör

Stjórn Varðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að prófkjör yrði haldið um miðjan mars og að kjör­skrá yrði lokað tveim­ur vik­um fyrr. Sú ákvörðun um að loka kjörskránni tveimur vikum fyrr hefur sætt gagnrýni innan flokksins. Því var búist við átakafundi í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is kusu 54 með tillögunni en 101 gegn henni.

Þá var tillaga Varðar um að boða til almenns prófkjörs samþykkt og mun það annað hvort vera 12. eða 19. mars.

Upphaflega var greint frá því að prófkjörið yrði 12. mars en rétt er það verður annað hvort 12. eða 19. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka